Námskeið

Keppnin

Um okkur

Velocity Invader
Davíð finnst skemmtilegt að spila Space Invaders en hann er alls ekki nógu góður í honum. Hann bara veit aldrei hvenær það væri best að ýta á "skjóta" takkann. Getur þú hjálpað Davíð?
Dæmi
Þér er gefið að laser skot ferðast up 2 m/s (metra á sekúndu) og að Space Invader ferðast hægri á 5 m/s. Búði til forrit sem tekur inn x,y staðsetningu Davíðs og x,y staðsetningu geimverunar og prentaðu “skjóta” ef Davíð myndi hitta og “ekki skjóta” ef Davíð myndi ekki hitta.
Inntak
Lína 1: x staðsetning Davíðs (Heiltala).
Lína 2: y staðsetning Davíðs (Heiltala).
Lína 3: x staðsetning Geimveru (Heiltala).
Lína 4: y staðsetning Geimveru (Heiltala).
Úttak
"skjóta" eða "ekki skjóta"
Tölustafirnir hans Waluigi
Waluigi er í sér mikill stærðfræðingur og á sér lista af tölustöfum sem hann geymir í röð frá uppáhalds til minnst uppáhalds. Hann skoðar tölustafina sína oft þannig hann tók strax eftir því þegar bróðir hans Wario víxlaði uppáhalds og minnst uppáhalds tölustöfunum hans. Því miður er Waluigi of upptekinn til þess að laga þetta sjálfur þannig hann hefur beðið þig um hjálp!
Dæmi
Búðu til forrit sem tekur inn einhverja tölu og víxlar fremstu og aftöstu tölustöfunum.
Inntak
Talan N.
Úttak
Talan N með fremsta og aftasta tölustafinn víxlaðan.
Keppnis Pacman
Keppnis Pacman er útgáfa af Pacman þar sem tveir spila saman. Leikararnir skiptast á að gera. Það eru bara X punktar og hver leikari getur bara borðað 1 - 3 punkta í hvert skipti. Einn punkturinn er hinsvegar draugur og sá sem á að gera þegar það er bara draugurinn eftir tapar.
Dæmi
Búðu til forrit sem tekur inn hversu marga punkta hinn leikarinn borðar í hvert skipti og skrifar út hversu marga þú borðar á móti þannig að þú ert ekki skilinn eftir með drauginn.
Inntak
Lína 1: Talan N sem merkir fjöldi punkta.
Næstu Línur: Talan K sem merkir fjöldi punkta sem hinn leikarinn borðar.
Úttak
Hversu marga punkta þú borðar.
Skilaboð Toads
Toad bráðvantar að koma skilaboði til Mario en hann er allt of langt í burtu, þannig hann sendir honum skeyti með Yoshi. Toad vill hinsvegar ekki að Bowser geti lesið skilaboðið ef hann skildi ná höndum á skeytið þannig Toad dulkóðar skeytið og skrifar talnarunu aftan á til þess að hjálpa Mario að leysa það. Getur þú hjálpað Mario að leysa skeytið?
Dæmi
Búðu til forrit sem að tekur talna rununa og breytir því í upprunnalega. Fyrsta talan í hverri línu merkir alltaf hversu margir auðir reytir eru í röð og svo næsta eftir kommuna segir hversu marga svartir reytir eru og skiptast tölurnar þannig á.
Inntak
86
2,6,78
2,2,2,2,8,2,68
2,2,1,2,79
2,4,10,2,2,2,10,3,3,5,4,3,5,3,2,7,2,2,15
2,2,5,5,2,2,2,6,5,2,2,2,1,2,6,2,2,1,3,2,2,1,1,2,3,2,2,6,11
2,2,4,2,3,2,1,2,2,3,2,2,5,2,4,5,4,2,6,2,3,7,2,3,2,2,10
2,2,4,1,7,2,2,2,3,2,2,2,2,2,3,2,4,2,2,2,2,2,2,2,2,2,3,2,2,2,3,2,10
2,2,3,2,7,2,2,2,3,2,3,4,4,5,2,4,4,4,3,2,3,2,2,2,3,2,10
86
23,2,16,2,43
22,2,5,2,3,2,3,6,41
2,5,3,3,17,5,6,2,4,3,3,2,2,2,2,2,23
2,2,4,2,3,2,7,2,4,2,4,2,3,4,2,2,3,2,1,2,2,2,2,6,1,4,14
2,5,1,2,12,2,4,2,4,2,1,2,3,1,2,2,6,2,2,2,2,3,2,3,2,2,13
2,2,4,2,12,2,4,2,4,2,1,2,3,1,2,2,6,2,2,2,2,2,3,2,3,2,13
2,5,1,2,12,2,5,6,3,5,2,2,7,4,3,2,3,2,3,2,13
86
2,2,82
2,2,3,1,78
					
Úttak
Leyni skilaboðið.