Námskeið

Keppnin

Um okkur

Forritunarkeppni grunnskólanna 2019.

Laugardaginn 2.mars

kl.10:00 - 15:00

Keppnin er fyrir grunnskólanemendur í 8. - 10.bekk sem hafa áhuga á forritun.

Þemað í ár er "Retró tölvuleikir".

Notast verður við forritunarmál í textaham.

Það verða fríar pizzur og bolir fyrir alla þátttakendur.

Dagskrá

10:00-10:30 Tekið er á móti keppendum.

10:30-12:00 Liðin vinna að verkefnum keppninnar.

12:00-12:30 Hádegismatur.

12:30-14:30 Liðin vinna að verkefnum keppninnar.

14:30-15:00 Úrslit og verðlaunaafhending.

Keppnisreglur

Leyfilegur fjöldi í liði eru 1-3 einstaklingar.

Keppendur leysa dæmi sem þeir fá úthlutað.

Öll forritunarmál eru leyfð.

Netnotkun er leyfð.

Uppsetning á einföldu keppnisdæmi

Space Invaders

Davíð finnst skemmtilegt að spila Space Invaders en hann er alls ekki nógu góður í honum. Hann bara veit aldrei hvenær það væri best að ýta á "skjóta" takkann. Getur þú hjálpað Davíð?

Inntak

Staðsetning Davíðs (x,y)

Staðsetning geimverunnar (x,y)

Úttak

Strengurinn "Skjóta" ef á að skjóta.

Strengurinn "Bíða" ef á ekki að skjóta.

Lausn í Python


if david_x == geimvera_x:
	print("Skjóta")
else:
	print("Bíða")
								

Skráning í keppnina

Skráning stendur til 22. febrúar. Skráðu þig til leiks!