Námskeið

Keppnin

Um okkur

Tölvubraut Tækniskólans stendur fyrir Forritunarkeppni grunnskólanna. Markmið keppninnar er að kynna forritun fyrir grunnskólanemendum og skapa vettvang þar sem þeir geta komið saman og leyst skemmtileg verkefni.

Hugmyndin að keppninni er sprottin frá kennurum á Tölvubraut Upplýsingatækniskólans. Nemendur sjá um framkvæmd keppninnar með aðstoð Keppnisforritunarfélagi Íslands.

Nemendur á tölvubraut standa einnig fyrir námskeiði í forritun fyrir byrjendur þar sem farið er yfir grunnatriðin. Námskeiðið nýtist vel sem undirbúningur fyrir keppnina.

Við erum einnig með FaceBook síðu.